Gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi
Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri
Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra
Hefja niðurgreiðslu viðtalsmeðferða
Að framfylgja samþykkt Alþingis um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu að viðbættum öðrum gagnreyndum aðferðum. Samþykktin er enn óútfærð hvað varðar fjármögnun og brýnt er að skýra framkvæmdina.
Gera geðrækt hluta af aðalnámskrá grunnskóla
Fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænar áskoranir
Endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar ásamt því að byggja nýtt húsnæði geðsviða LSH og SAK
Hugmyndafræði og innihald meðferðar þarfnast endurskoðunar og færast nær 21. öldinni. Geðhjálp vill vera opin fyrir nýjungum við meðferð sem eru fjölmargar í löndunum í kringum okkur og má þar nefna lyfjalausar deildir, opna samræðu (Open dialogue), skjólhús o.fl. Áherslur Geðhjálpar miða að því að það heyri til undantekninga í framtíðinni að þurfa að leggjast inn á geðdeild en sé þess þörf verði þjónustan nútímaleg, þjónandi og framsækin. Húsnæði geðsviða LSH og SAK eru óhentug og löngu úr sér gengin. Mikilvægt að ráðast í úrbætur jafnhliða því sem hugmyndafræði er endurskoðuð.